Elsa Guðrún íþróttamaður Fjallabyggðar annað árið í röð

Val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð fór fram í gærkvöld. Það var skíðagöngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar sem var valin íþróttamaður ársins og skíðakona ársins í Fjallabyggð og er það annað árið í röð sem hún hlítur þann titil.  Elsa Guðrún átti frábært ár í göngubrautinni, þar sem hápunkturinn var sigur í forkeppni HM, sem tryggði henni þáttökurétt í öllum keppnisgreinum á HM í Finnlandi. Með árangri sínum á árinu tryggði Elsa sér þáttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Suður Kóreu í febrúar næstkomandi.

Það eru ÚÍF og Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem standa að vali íþróttamanns ársins 2017.  Einnig voru valin efnilegasta og besta íþróttafólk hverrar greinar en 39 voru tilnefndir í ár.

Hvert aðildarfélag tilnefndi allt að þrjá iðkendur í kjörinu á íþróttamanni hverrar greinar (19 ára og eldri) en þeir sem urðu fyrir valinu voru eftirtaldir:

Blakmaður ársins: Þórarinn Hannesson frá BF
Boggiamaður ársins: Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Snerpu
Knattspyrnumaður ársins: Andri Freyr Sveinsson frá KF
Kraftlyftingarmaður ársins: Hilmar Símonarson frá KFÓ
Kylfingur ársins: Sigurbjörn Þorgeirsson frá GKF
Skíðamaður ársins: Elsa Guðrún Jónsdóttir frá SÓ

Aðildarfélögin tilnefndu líka unga og efnilega iðkendur í báðum kynjum og fengu eftirtaldir viðurkenningu fyrir árangur sinn í eftirfarandi íþróttagreinum:

Badminton: Hörður Ingi Kristjánsson og Anna Brynja Agnarsdóttir
Blak: Eduard Constantin Bors og Oddný Halla Haraldsdóttir
Hestamennska: Hörður Ingi Kristjánsson og Marlis Jóna Karlsdóttir
Knattspyrna: Vitor Vieira Thomas og Anna Brynja Agnarsdóttir
Golf: Þorgeir Örn Sigurbjörnsson og Sara Sigurbjörnsdóttir
Skíði: Alexander Smári Þorvaldsson og Helga Dís Magnúsdóttir

Ármann Þórðarson var heiðraður fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttamála í Fjallabyggð en Ármann hefur tekið þátt í og komið að íþróttamálum í Ólafsfirði í um 7 áratugi og var m.a. einn af stofnendum Golfklúbbs Ólafsfjarðar árið 1968. Síðan þá hefur Ármann unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn.
Kara Gautadóttir, úr Ólafsfirði, var einnig heiðruð á hátíðinni fyrir frábæran íþróttaárangur á árinu en Kara keppir fyrir Kraftlyftingarfélag Akureyrar. Hún var m.a. í 2. sæti á Norðurlandamótinu og í 3. sæti á Evrópumóti unglinga í sínum þyngdarflokki.

Myndir: Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð.