Elsa Guðrún Íþróttamaður Fjallabyggðar 2016

Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur verið kjörin skíðamaður ársins og Íþróttamaður Fjallabyggðar 2016 á árlegu hófi sem haldið var í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Það eru ÚÍF, Fjallabyggð og Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem standa að vali íþróttamanns ársins 2016.

Elsa Guðrún var frábær síðastliðinn vetur og sigraði öll mót nema eitt sem hún tók þátt í. Hún varð fimmfaldur Íslandsmeistari, sigraði samanlagt í Íslandsgöngunni og kóranaði svo árangur sinn í Noregi í desember með besta árangri sem íslensk skíðakona hefur náð, á erlendri grundu.

Eftirtaldir voru valdir sem efnilegasta og besta íþróttafólk hverrar greinar:

Badminton:
Ung og efnileg: Sólrún Anna Ingvardóttir TBS
Ungur og efnilegur: Bjartmar Ari Aðalsteinsson TBS

Blak:
Ung og efnileg: Vaka Rán Þórisdóttir BF
Ungur og efnilegur: Eduard Constantin Bors BF
Besti blakarinn: Helga Hermannsdóttir BF

Boccia:
Besti bocciamaðurinn: Sigurjón Sigtryggsson Snerpu

Fimleikar:
Ung og efnileg: Sara Sigurbjörnsdóttir Umf Glói
Ungur og efnilegur: Viljar Þór Halldórsson Umf Glói
Besti fimleikamaðurinn: Patrekur Þórarinsson Umf Glói

Golf:
Ung og efnileg: Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB
Ungur og efnilegur: Björgvin Grétar Magnússon GFB
Besti golfarinn: Sigurbjörn Þorkelsson GFB

Hestaíþróttir:
Ung og efnileg: Jódís Ósk Jónsdóttir Glæsi
Ungur og efnilegur: Skarphéðinn Sigurðsson Glæsi

Knattspyrna:
Ungur og efnilegur: Valur Reykjalín Þrastarson KF
Ung og efnileg: Rut Jónsdóttir KF
Besti knattspyrnumaðurinn: Örn Elí Gunnlaugsson KF

Skíði:
Ung og efnileg: Erla Marý Sigurpálsdóttir SÓ
Ungur og efnilegur: Alexander Smári Þorvaldsson SSS
Besti skíðamaðurinn: Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ

Skotfimi:
Besti skotmaðurinn: Rögnvaldur Jónsson SKÓithrottamadur-fjallabyggdar