Elsa Guðrún endaði í 78. sæti á Vetrarólympíuleikunum

Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðakona úr Fjallabyggð varð í morgun fyrsta íslenska konan sem keppir í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum.  Hún keppti í 10 km. skíðagöngu kvenna í PyeungChang í morgun þar sem hún hafnaði í 78. sæti af 90 keppendum.  Elsa Guðrún fór brautina á 31:12 mínútum og var ríflega sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum Ragnhildi Haga frá Noregi.