Ellilífeyrisþegar í Fjallabyggð kvarta yfir opnunartíma sundlauga

Ellilífeyrisþegar í Fjallabyggð hafa lagt fram opinbera kvörtun og ábendingar til sveitarfélagsins  yfir opnunartíma sundlauga á Siglufirði og Ólafsfirði.

Opnunartímum er þannig háttað að lokað er yfir mest allan daginn í laugunum. Í Ólafsfirði er til dæmis lokað alla virka daga frá kl. 8-14, en opið frá 6:30-8:00 og frá kl. 14- 18:45. Þá er einnig lokað þar alla laugardaga. Á Siglufirði er þetta aðeins skárra, en lokað er í hádeginu frá kl. 11-13 og þá er einnig lokað þar alla sunnudaga.

Nokkrar undantekningar eru á þessu, en alla opnunartíma hjá sjá hér hjá Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.

Þess má geta að sundlaugin á Ólafsfirði er mjög barnvæn og með heitum pottum og útilaug, en laugin á Siglufirði er innilaug með heitum potti úti.

sundlaugin