Ellefu framboð í prófkjöri XD á Akureyri

Framboðsfrestur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor, rann út þann, 6. janúar síðastliðinn. Alls bárust 11 tilkynningar um framboð.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:

 • Ármann Sigurðsson, sjómaður
 • Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri
 • Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri
 • Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri
 • Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri
 • Gunnar Gíslason, fræðslustjóri
 • Hjörtur Narfason, framkvæmdastjóri
 • Kristinn F. Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi
 • Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri
 • Sigurjón Jóhannesson, verkfræðingur
 • Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, laganemi

Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. febrúar nk. Þátttaka er heimil öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum í sveitarfélaginu og þeim sem ganga í Sjálfstæðisflokkinn fyrir lok kjörfundar.

Utankjörfundarkosning í prófkjörinu fer fram 27. janúar til 7. febrúar. Kosið verður í Kaupangi á Akureyri virka daga kl. 15:00 til 18:00 og laugardaginn 1. febrúar kl. 10:00 til 13:00; í Valhöll í Reykjavík virka daga kl. 9:00 til 17:00; og í Grímsey 5. febrúar kl. 14:00 til 18:00.