Slökkviliðið í Fjallabyggð fékk tilkynningu í síðustu viku um eld í snjótroðara langt utan alfaraleiðar þar sem engin möguleiki var að koma dælu- og/eða vatnsflutningabifreiðum á staðinn.
Slökkvilið fékk Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði auk annarra til aðstoðar sem ferjaði slökkviliðsmenn og lögreglu til og frá vettvangi á snjósleðum og snjótroðara og var samvinna þessara aðila í þessu verkefni mjög góð.
Enginn var í hættu vegna eldsins en til að slökkva eldinn reyndist besta leiðin að moka snjó yfir hann.
Miklar skemmdir urðu á snjótroðaranum þar sem eldurinn kom upp en rannsókn á upptökum er í höndum lögreglu.