Eldur kom upp í kísilverinu á Bakka við Húsavík

Um kl. 20:00 í gærkvöld var lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynnt um eld í kísilveri á Bakka við Húsavík. Allt tiltækt slökkviliðs Norðurþings var kallað út ásamt slökkviliðið Þingeyjarsveitar. Eldur kom upp á milli 4. og 5. hæðar í ofnhúsi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu engin slys á fólki. Slökkvilið Norðurþings um stóð vaktina í nótt ef ske kynni að eldur myndi kvikna á ný. Lögreglan mun rannsaka eldsupptök.