Eldur í útihúsi í fiskeldisstöð á Ólafsfirði

Eldur kom upp í útihúsi við fiskeldisstöðinni Hlíð í Ólafsfirði um klukkan hálf tvö í dag og voru slökkvilið, lögregla og sjúkralið sent á staðinn. Að sögn lögreglu á Akureyri er ljóst að tjón er verulegt en þó tókst að bjarga einhverjum eldiskerjum. Húsið var alelda en búið er að slökkva mesta eldinn.

Mynd: Mbl.is, Magnús Sveinsson