Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst í dag og stendur fram á sunnudag.  Hátíðin fer að mestu fram á Hvammstanga og fer opnunarhátíðin fram í dag á hafnarsvæðinu.  Einn helsti viðburður hátíðarinnar eru tónleikar í Borgarvirki á föstudagskvöldinu. Borgarvirki er ein af fallegustu náttúruperlum í Húnaþingi Vestra og hafa tónlistarmenn eins og Ragga Gísla, Steini (úr Hjálmum), KK, Egill Ólafsson og Hörður Torfa komið þar fram undir berum himni. Að þessu sinni er það Friðrik Dór sem mun sjá um að framreiða fagra tóna fyrir gesti hátíðarinnar.

Mikið er gert fyrir börnin, leikjadagskrá í gangi allan tímann, námskeið og fjölbreytt dagskrá. Nánari dagskrá má finna á eldurhunathing.com.

011051_f840c33a98e246368c916b79a2274b2e.jpg_srb_p_600_400_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srb