Eldur í bifreið á Akureyri

Fyrr í dag var tilkynnt um eld í bifreið á Hlíðarfjallsvegi á Akureyri. Bifreiðin var alelda þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Ökumaður komst út úr bifreiðinni og varð ekki meint af. Hlíðarfjallsvegur var lokaður við Hálönd á meðan slökkvistarf fór fram. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu.