Ekki samið við heimamenn vegna stækkunar á Grunnskóla Ólafsfjarðar

Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson segir að það sé skoðun byggingarnefndar Fjallabyggðar að bæjarstjórn taki upp viðræður við lægst bjóðanda um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum að taka upp viðræður við lægst bjóðanda á verkinu, Eykt ehf um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði.

Það er því ljóst að heimamenn buðu ekki nægjanlega lágt til að fá þetta verk.