Ekki Reitir heldur Dælustöðvarhús

Ekki ruglast á þessu nýja Dælustöðvarhúsi og einhverju listaverki frá Reitum á Siglufirði. Reitir eru nú komnir á fullt á Siglufirði og eiga bæjarbúar eftir að taka eftir fjölda listaverka og öðrum verkum næstu tvær vikur.  Reitir hafa nú sett upp gulan kofa á Ráðhústorgi á Siglufirði og bjóða bæjarbúum að koma fimmtudaginn 23. júní milli kl. 15:30-18:00 í spjall og skilja eftir skilaboð á vegg á kofanum.

27228885424_e89eab9f69_z