Stórhríð er á Siglufjarðarvegi og mikil veðurhæð, og fólk eindregið varað við að vera þar á ferð. Þá er Þungfært í Héðinsfirði.

Á Norðurlandi er autt er að mestu í Húnavatnssýslum en vonskuveður þar fyrir austan. Flutningabíll lokar veginum um Þverárfjall.  Ófært er á Öxnadalsheiði og Víkurskarði.

Norðaustan- og austanlands er versnandi veður með kvöldinu, vaxandi ofankoma og vindur, sérstaklega á fjallvegunum. Um leið kólnar heldur. Á láglendi verður þó víðast slydda eða krapi frá Eyjafirði og austur á Austfirði.

Heimild: vegag.is