Ekki greitt fyrir setu í skólaráði Fjallabyggðar

Eins og greint var frá hér þann 30. okt. 2013, þá óskaði Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar eftir því að greitt væri fyrir fundarsetu í ráðinu. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur svarað þessu erindi að ekki verði greitt fyrir setu í skólaráði þar sem sveitarfélögum sé það ekki skylt eftir samráð við Samband íslenskra sveitafélaga. Að auki telst Skólaráð vera lögbundin nefnd, en telst ekki til stjórnsýslunefndar þar sem hún er ekki bær til að taka stjórnvaldsákvarðanir.