Ekki formlegt Síldarævintýri í ár á Siglufirði

Í ljósi aðstæðna verður ekki formlegt Síldarævintýri á Siglufirði í ár. Stjórn hátíðarinnar ætlar þó að vera með tvo dagskráliði en hverfisskreytingar og götugrill verða haldin sem vöktu mikla lukku á síðustu hátíð.

Götugrillveislur fyrir íbúa og gesti verða haldnar fimmtudaginn 30. júlí, og mun hvert hverfi skipuleggja sína veislu. Undirbúningshópur mun útvega hráefni á grillin og einnig eru íbúar og gestir beðnir um að koma með hráefni.

Veitingastaðir, söfn og setur verða einnig með sína dagskrá eins og aðrar helgar og verður því nóg um að vera í Fjallabyggð um verslunarmannahelgina.