Enginn aðili vildi taka að sér framkvæmd Síldarævintýris 2017, en Fjallabyggð auglýsti eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið. Engin viðbrögð voru við auglýsingunni og hefur því verið ákveðið að halda ekki Síldarævintýrið í ár.

Fjallabyggð mun hins vegar halda fjölskylduhátíðina Trilludaga  29.-30. júlí í sumar.