Ekkert deiliskipulag fyrir væntanlegt raðhús á Siglufirði

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á síðunni þá hyggst verktaki byggja raðhús við Gránugötu 12 á Siglufirði.  Sá hefur nú leita til tæknideildar Fjallabyggðar vegna byggingaleyfis en ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.   Skiplags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur því samþykkt að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.