Eitt tjón á húsi í Ólafsfirði

Upplýst hefur verið að eitt hús í Ólafsfirði hafi orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar miklu í lok ágústmánaðar. Húsið stendur við Hlíðarveg og hefur tryggingafélag húseigenda ákveðið að bæta tjónið. Talið er að um 30-40 hús á Siglufirði hafi orðið fyrir vatnstjóni á sama tíma.

Nýgerð frárennslislögn frá tjörn við Menningarhúsið Tjarnarborg í miðbæ Ólafsfjarðar sannaði ágæti sitt í þessum flóðum.  Önnur tjón í Ólafsfirði vegna vatnsflóða voru óveruleg.

knattspyrnuvollur_web600