Aðeins barst eitt tilboð í framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur, en útboð var opnað þann 9. júlí síðastliðinn. Tilboðið var frá Píp sf. og reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun. Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur því samþykkt að fresta framkvæmdum við sundlaugina og verður nýtt útboð undirbúið sem yrði haldið um vorið 2016. Tilboði Píp Sf. verður því hafnað.

Sundlaug Dalvíkur