Eitt tilboð barst í viðgerð á þaki tónskólans

Aðeins eitt tilboð barst í endurnýjun á þaki tónskólans á Siglufirði við Aðalgötu. L7 ehf. bauð 8.987.500 kr. í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.125.000 kr. Fjallabyggð hyggst semja við lægstbjóðenda um lækkun á tilboðinu áður en því verður tekið. Mismunur á kostnaðaráætlun og tilboði eru rúmar 3.8 milljónir kr.

L7 ehf. er verktakafyrirtæki sem sinnir alhliða smíðavinnu, almennu viðhaldi, múrverki, flísalögn o.fl. Fyrirtækið hefur höfuðsstöðvar á Siglufirði.