Eitt tilboð barst í útboði á skólaakstri í Dalvíkurbyggð

Þann 11. maí sl. voru niðurstöður útboðs á skólaakstri milli Árskógarskóla og Dalvíkurskóla kynnt. Aðeins eitt tilboð barst en það kom frá Ævari og Bóasi ehf. og hljóðaði tilboðsverð þeirra uppá 880 kr. á hvern ekinn kílómeter án virðisauka.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að samið verði við Ævar og Bóas ehf. vegna skólaaksturs.