Eitt tilboð barst í landmótun á Siglufirði

Aðeins eitt tilboð barst til Fjallabyggðar í útboði um landmótun á Leirutanga sem er landfylling á Siglufirði, en þar er fyrirhugað að byggja nýtt tjaldsvæði auk þess sem þar verður gert ráð fyrir athafnalóðum, útivistarsvæði og friðlandi fugla.

Kostnaðaráætlun á landmótun á þessu svæði var 11.885.000 kr; en tilboð Bás ehf var 23.486.000 kr. Í ljósi þess hafnaði Bæjarráð Fjallabyggðar tilboðinu og hyggst sveitarfélagið leysa málið með öðrum hætti.

medium_150213_leirutangi_lysing