Einnig leikið í Ólafsfirði á Pæjumótinu

Ákveðið hefur verið að 6. flokkur stúlkna spili í Ólafsfirði í dag á Pæjumóti Sparisjóðsins og Rauðku. Fyrstu leikir í dag hefjast kl. 10, en ekki kl. 9 eins og fyrra planið gerði ráð fyrir. 7. flokkur stúlkna leikur því á Siglufirði í dag en 6. flokkurinn í Ólafsfirði. Síðustu leikirnir í Ólafsfirði hefjast kl. 17, en síðustu leikir á Siglufirði kl. 15:30 skv. dagskrá.  Töluverð rigning var í gær á Siglufirði eins og myndir bera með sér. Leikjaplan dagsins má sækja hér.

14676790020_35d5474d70_z 14861014534_003e22d0b3_z 14861014764_216fa0cdf5_z 14676844229_89b96df95b_z 14863468855_62b7979720_z