Einni með öllu líkur í kvöld með Sparitónleikum og flugeldasýningu

Hátíðinni Einni með öllu líkur á Akureyri í kvöld. Sparitónleikar verða haldnir á Akureyrarvelli. Fram koma Hvanndalsbræður, sigurvegari í Söngkeppni unga fólksins, Summi og Pétur sem verða með brekkusöng og Sigga Beinteins. Síðast en ekki síst kemur fram akureyska hljómsveitin Stuðkompaníið en hún hefur ekki komið saman í fjölda ára.  Kynnir á tónleikunum verður stórtenórinn Óskar Pétursson. Eftir tónleikana verður flugeldasýning í boði KEA.

Í hádeginu verður markaðasstemning á Ráðhústorginu, þar sem verður að finna sölu- og matartorg. Þá verður Söngvaborg í Skátagilinu kl. 16 og margt fleira.