Einleikur Þórarins frumsýndur í Bátahúsinu

Nýjasta verkið hans Þórarins Hannessonar verður frumsýnt þriðjudaginn 29. júlí kl. 20 í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Verkið er einleikur sem fjallar um stemninguna á síldarárunum á Siglufirði á árunum 1955-60 auk þess sem eitt og annað ber á góma hjá þeim Ólafi gamla og Sveini síkáta.

Léttur og skemmtilegur einleikur með mikið tónlist, dansi og fleira. Einleikurinn tekur um 40 mínútur í flutningi. Fleiri sýningar verða svo á Síldarævintýrinu og í framhaldinu af því.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.

10505603_10203473174783679_3820737540621027814_n 10550834_10203473168023510_3008722097444542891_n 1977330_10203473176303717_2991406505158684580_n

Myndir af Facebooksíðu Þórarins.