Einleikur frumsýndur á Síldarævintýrinu á Siglufirði

Listamaðurinn Þórarinn Hannesson á Siglufirði hefur verið að skrifa handrit að einleik sem fjallar um lífið á síldarárunum á Siglufirði á árunum 1955-1960.  Vinnuheiti einleiksins er Í landlegu og verður það sýnt í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Æfingar munu hefjast í næstu viku og er hægt að sjá æfingar hans á opnunartíma safnsins. Síldarminjasafnið mun veita ráðgjöf varðandi búninga og fleira en Menningarráð Eyþings styrkir verkið.

Verkið  mun vera í léttum dúr, og fullt af fróðleik, söngi, dansi og kveðskapi.