Einkaleyfi til þyrluflugs ekki veitt í Skagafirði

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar telur ekki lagalega forsendur vera til staðar til að veita fyrirtækinu Fljótabakka ehf eða öðrum einkaleyfi til þyrluflugs með skíða- og snjóbretta fólk um Tröllaskaga. Þar skiptast á þjóðlendur,eignarlönd í einkaeigu og lönd í eigu sveitarfélaga.

Nefndin hefur óskað eftir góðu samstarfi við þau fyrirtæki sem hyggjast nýta Tröllaskagann til atvinnuuppbyggingar af þessu tagi og hefur lagt áherslu á að fyrirtækin fari með aðgát og varúð gagnvart fólki og búfé.