Skráning er hafin í hina árlegu dagsferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga. Ferðin verður farin fimmtudaginn 23. júní 2022, en í ár verður farið út í Hrísey og þar snæddur hádegisverður. Farið verður út að vita og eyjan skoðuð. Farið verður aftur til Akureyrar með kaffi viðkomu á Dalvík.

  • Lagt af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 8:30
  • Einnig verður boðið upp á akstur frá Fjallabyggð

Ferðin kostar kr. 5.000 á mann. (Greitt er í rútu)

Skráning er á skrifstofum félagsins, í síma 460 3600, eða netfangið ein@ein.is til 20. júní 2022.