Eineltiskönnun í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur birt niðurstöður úr Olweusarkönnun sem gerð var í desember 2013. Könnunin sýnir að einelti hafi minnkað milli ára í skólanum og mælist nú 2,3% en mældist 5,1 % árið 2012. Einelti á landsvísu í grunnskólum mælist 4,5%.  Í skýrslunni segir að þrír nemendur segjast verða fyrir einelti vikulega eða oft í viku. 2,2% nemenda (3 nemendur) svara því að þeir eigi engan góðan vin/vinkonu í skólanum.

Áreitnin er í formi:

  • Gert grín að mér, ég uppnefnd(ur) eða mér strítt.
  • Aðrir nemendur útiloka mig viljandi, halda mér fyrir utan félagahópinn eða hunsa mig algjörlega.
  • Ég er ein/-nn í frímínútum
  • Aðrir nemendur hafa dreift um mig rógi eða lygum.

Á bekkjarfundum og í lífsleiknitímum er markvisst unnið gegn einelti og nemendur virðast hafa náð að tileinka sér það því núna svara 89,3% nemenda að kennarar/aðrir fullorðnir í skólanum geri mikið til að koma í veg fyrir einelti

136 nememendur tóku þátt í könnuninni sem er 96,5 % nemenda í bekkjum 5.-10. Alla skýrsluna má lesa hér.