Einar Mikael og Töfrahetjurnar verða á Siglufirði

Töframaðurinn Einar Mikael kemur til Siglufjarðar fimmtudaginn 2. október næstkomandi. Einnig mynd sýningin koma við á Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri og Húsavík.

Töfrahetjurnar er frábær fjölskyldusýning sem er troðfull af mögnuðum sjónhverfingum drepfyndnum göldrum.  Meðal atriða verða heimsfrægar sjónhverfingar, þar á meðal þekkasta sjónhverfing fyrr og síðar þar sem kona er söguð í sundur. Einn heppinn áhorfandi úr sal fær að fljúga í lausu lofti, svo eitthvað sé nefnt, lifandi dýr verða á staðnum og svo framvegis. Einar er búinn að bæta inn nýjum atriðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi. Stærri sjónhverfingar sem hingað til hefur bara verið hægt að sjá í Las Vegas.

Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa töfrahluti fyrir upprennandi töframenn. Einnig gefst gestum tækifæri á að fá mynd af sér með Einari töframanni, Viktoríu töfrakonu.

10580824_771877556187851_2869356585076708369_o