Ein með öllu og Sumarleikarnir á Akureyri

Þéttskipuð og fjölbreytt dagskrá er alla verslunarmannahelgina á Akureyri dagana 3.-6. ágúst.  Vinsælasta tónlistarfólk landsins lætur sjá sig eins og Aron Can, Úlfur Úlfur, Páll Óskar, Rúnar Eff, Greta Salóme, Magni Ásgeirs, Aron Hannes og mikið fleiri. Einnig verður allskonar annað í boði fyrir alla aldurshópa; tónleikar, böll, íþróttaviðburðir, tivolí, hoppukastalar og fleira.

Kirkjutröppuhlaupið er árlegur viðburður á Íslensku Sumarleikunum á Akureyri.  Í ár verður keppt í fjórum aldursflokkum, fyrirtæki og félagasamtök taka nú einnig þátt eins og árið áður.
Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri.  Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning.

Stigamót í strandblaki í fullorðinsflokki  í unglingaflokki (U19,U17 og U15) verður haldið á Akureyri dagana 4.-6 ágúst. Mótið verður haldið á Strandblakvelli bæjarins í Kjarnaskógi.

Nánari dagskrá fyrir Næturlífið, Sumarleikana og aðra dagskrá má finna á vef einmedollu.is.