Ein með öllu lýkur í kvöld

Í kvöld, sunnudaginn 2. ágúst kl. 21.00, lýkur fjölskylduhátíðinni Einni með öllu á Akureyri með Sparitónleikum og flugeldasýning á flötinni við Samkomuhúsið. Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp og setur Sparitónleika Einnar með öllu og UMFÍ.

Fram koma sigurvegarar í Söngkeppni unga fólksins, Liley of the Valley, Axel Flóvent, Rúnar Eff og hljómsveit, Úlfur Úlfur, Steindi J og Bent og hljómsveitin Amabadama. Kynnir á tónleikunum verður Hilda Jana Gísladóttir. Gestir tónleikanna eru hvattir til að taka með sér teppi og jafnvel stóla.

Tónleikunum lýkur um miðnætti með flugeldasýningu á vegum björgunarsveitarinnar Súlna.

11796357_1041865932491647_1470786541564080589_nHeimild: akureyri.is