Eimskip hefur lýst yfir áhuga á að bjóða fram þjónustu sína varðandi hafnarvinnu á Húsavík í tengslum við væntanlega stóriðju og aðra atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Einnig vilja þeir koma að vinnu um þróun og uppbyggingu hafnarsvæðisins og þeirrar starfsemi sem þar verður. Þá lýsir Eimskip áhuga á því að gera langtímasamning við Húsavíkurhöfn um hafnarvinnu fyrir PCC og önnur fyrirtæki sem verða með starfsemi á svæðinu.