Eimskip styrkir Vinaliðaverkefni í Skagafirði

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki segir að Eimskip hafi ákveðið að styrkja Vinaliðaverkefni skólans til að stuðla að útbreiðslu þess. Verkefnið er upprunnið í Noregi og gerði Árskóli nýlega samning við norska eigendur þess en verkefnið er nú komið í vinnslu í 20 skólum hér á Íslandi með mjög góðri reynslu. Það eru Gestur Sigurjónsson og Guðjón Örn Jóhannsson sem stýra verkefninu og segja þeir styrkinn vera ómetnalegan því dýrt sé að ferðast milli skóla til að kynna verkefnið. Þegar skóli hefur ákveðið að taka þátt fara þeir í heimsóknir í skólann og þjálfa upp starfsfólk og nemendur.

Vinaliðaverkefnið er bæði í senn forvarnarverkefni gegn einelti og einnig stuðlar það að aukinni hreyfingu nemenda í frímínútum.

Nánar má lesa á heimasíðu Árskóla.

eimskip-jpg