Eigandi Harbour house café vill setja upp áfengisauglýsingu

Valgeir Tómas Sigurðsson  eigandi Harbour House Café á Siglufirði hefur óskað eftir heimild frá Fjallabyggð til að setja upp skilti á gafla hússins að Tjarnargötu 14, Siglufirði sem er í eigu Skeljungs hf og stendur við höfnina.

Um er að ræða skilti með vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf. sem Valgeir á einkaréttinn á.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur óskað eftir frekari gögnum um málið og bendir jafnframt á að skiltin þurfa að uppfylla skilyrði samkvæmt lögum og reglugerð um bann við áfengisaulýsingum.

Þá hefur Valgeir óskað eftir að fá leyfi til að setja upp vegvísa á horni Gránugötu og Vetrarbrautar og á Snorragötu við smábátahöfnina, sem vísa leiðina á Harbour House Café.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt uppsetningu á vegvísum, þar til sett verða upp þjónustuskilti á vegum Fjallabyggðar sem stendur til að koma í framkvæmd.

Ljósmyndir: Héðinsfjörður.is