Egilssíld í nýtt húsnæði á Siglufirði

Egils sjávarafurðir(Egilssíld) á Siglufirði var stofnað árið 1940 og var lengi í eigu sömu fjölskyldunnar. Það er fiskvinnslufyrirtæki sem framleiðir aðallega reyktar afurðir úr laxi og síld. Árið 2011 keypti Selvík ehf. tæki og fasteign Egils sjávarafurða.  Fyrirtækið er nú flutt í fyrrum húsnæði Rækjuvinnslu Ramma hf.

Egils sjávarafurðir rekur rætur sínar aftur til ársins 1921 er Egill Stefánsson hóf að reykja síld á Siglufirði. Þá var síldarævintýrið í algleymingi, einhver mesti uppgangstími í atvinnusögu þjóðarinnar. Egill rak fyrirtækið til dauðadags 1978, en þá tók sonur hans Jóhannes við til ársins 2011, en þá féll hann frá og nýir eigendur tóku við.

Egilsíld húsnæðiegilssild018d