Egill Rögnvaldsson lagði til að allt fjárstreymi framkvæmda í Fjallabyggð færi í gegnum SPS

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 8. janúar lagið Egill Rögnvaldsson eftirfarandi tillögu fram:

“Allt fjárstreymi vegna framkvæmda á árinu 2013 fari í gengum Sparisjóð Siglufjarðar”.

Meirihluti bæjarráðs Fjallabyggðar hafnaði tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu og bókaði eftirfarandi:
“Bæjarráð tók á sínum tíma þ.e. á 246. fundi 14. febrúar 2012 ákvörðun um að hafa innistæður Fjallabyggðar í fleiri en einni peningastofnun til að tryggja eðlilega áhættustýringu fjármagns. Vegna breytinga á lögum um innistæðutryggingar, 2011, sjá lög nr. 98 frá 1999.
Bæjarráð  Fjallabyggðar vísar einnig í svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. janúar 2012, þar sem bent er á að ákvæði 65. greinar sveitarstjórnarlaga er styður fyrri samþykkt bæjarráðs.”