Eftirlitsmyndavélar fyrir hafnarsvæðið í Fjallabyggð

Fjallabyggð hyggst setja upp eftirlitsmyndavélar sem eiga að stuðla að betri umgengni um Hafnarsvæðið í Fjallabyggð. Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur fengið tvö tilboð í eftirlitsmyndavélar og búnað fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði, en tvo tilboð komu frá fyrirtækjunum Icetronica og Securitas. Í framhaldinu verður óskað eftir tilboði í búnað fyrir hafnarsvæðið í Ólafsfirði.

Lægra tilboðið kom frá Securitas en þeirra tilboð var eftirfarandi:

  • Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.237.853 kr.
  • Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.010.187 kr.

15402666175_a20c238776_z