Eftirlit með öryggi barna í bílum á Norðurlandi eystra

Tilkynning frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Næsta vika frá mánudegi til föstudags 12-16 október 2020, hjá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra verður helguð eftirliti með umferð er varðar aðbúnað og öryggi yngstu barna í bílum.
Ætlum í þeirri viku að sýna okkur við alla leikskóla í umdæminu öllu, allt frá Siglufirði um Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur til Þórshafnar og Bakkafjarðar.
Við reynum að hafa tal af sem flestum ökumönnum og kanna staðsetningu barna í bílum og öryggisbúnað sem notaður er.
Við erum öll meðvituð um Covid-19 og sinnum við okkar löggæsluaðferðum í samræmi við það.
Við vonum að þessi mál séu í þokkalegu standi, en ef einhversstaðar þarf að hafa hlutina í 100% standi, þá er það við þær aðstæður þegar börn eiga í hlut.
Upplagt er fyrir alla að ræða þessi mál bæði í vinnunni og heima. Leiðbeina með lagfæringar og spjalla um þessi öryggismál við börnin sjálf. Gera úrbætur ef þörf er á og tryggja börnin með öruggum hætti í sætum bifreiðanna okkar.
Mynd gæti innihaldið: texti