Efla löggæsluna á Norð-Austurlandi

Í dag skrifuðu lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og lögreglustjórinn á Austurlandi undir samning um samstarf embættanna um að styrkja og efla löggæsluna á Norð-Austurlandi, Þórshöfn,Bakkafjörður og Vopnafjörður. Lögreglumenn á Þórshöfn og Vopnafirði munu vinna eftir sama vaktkerfi og leitast verður við að nýta starfskrafta þessara lögreglumanna sem best fyrir allt svæðið.
Samstarfið verður víðtækt og vonast Lögreglan eftir að geta sinnt löggæslunni betur á þessu svæði með því að sameina krafta.