Fjallabyggð hefur kynnt nýjar reglur um ferðaþjónustu Félagsþjónustu Fjallabyggðar.
Samþykkt hefur verið að ráða í tímabundið starf bílstjóra eða umsjónarmanns og kaup bifreiðar fyrir 6,6 milljónir. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

Lagt er til að ferðaþjónustan verði mjög vel auglýst og verkefnið kynnt vel fyrir hagaðilum og notendum, bæði hvað varðar þjónustuumfang og fyrirkomulag þjónustunnar.