Edin Beslija frá KF til KA að láni

Bosníumaðurinn Edin Beslija hefur farið á láni frá KF til KA sem leikur í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikmaðurinn er fæddur árið 1987 og hefur leikið á Íslandi síðan 2010 með liðunum Víkingi Ólafsvík, Þór, KF og nú KA. Hann hefur leikið 105 leiki á Íslandi og skorað 23 mörk. Hann lék 12 leiki fyrir KF í deild og bikar og skoraði 4 mörk.