Vikulegi þátturinn á Tæpasta vaði kom á veiturnar síðastliðinn sunnudag, og var nú nýr viðmælandi í þáttunum. Edda Björk Jónsdóttir mætti í yfirheyrslu í þessum þætti og spurðu strákarnir um störf hennar í Fjallabyggð sem tekið hefur verið eftir. Edda sem er Kópavogsmær flutti til Fjallabyggðar árið 2015 þegar hún fékk vinnu hjá Síldarminjasafninu, þar sem hún hefur starfað síðan. Hún segir frá því að hún eigi ættir að rekja inn í Fljótin og eigi einnig nokkur skyldmenni í Fjallabyggð. Edda er sópransöngkona, en starfar einnig við stjórnandi Karlakórs Fjallabyggðar og er einnig í kirkjuskólanum í Siglufjarðarkirkju. Hún hefur einnig sungið með öðru söngfólki í Fjallabyggð þegar ýmsir tónleikar hafa verið síðustu misserin. Frábær þáttur og sá tíundi í 2. seríu en 23. þátturinn sem Guðmundur Gauti, Hrólfur rakari og Jón Bóner hafa gefið út síðan í vor.

Góður spjall þáttur og fóru strákarnir lítið út af brautinn og héldu fókus út allan þáttinn.

Hægt er að hlusta á þátttin á spotify og hér fyrir neðan.