Dýpkun hafin við Sauðárkrókshöfn

Dýpkun í Sauðárkrókshöfn hófst um síðustu helgi en verktakafyrirtækið Björgun ásamt sanddæluskipinu Perlunni sjá um verkið.

Samtals verður dælt um 22.000 m3 af á svæði innan hafnarinnar og fyrir framan öldubrjót við hafnarminnið. Unnið er á sólarhringsvöktum á skipinu og tekur það um 300 rúmmetra í hverri ferð. Hluti af efninu úr dýpkuninni verður dælt á land á svæði þar sem gamla smábátahöfnin var staðsett. Verkkaupar eru siglingasvið Vegagerðarinnar og Sveitarfélagið Skagafjörður.