Druslugangan á Akureyri

Druslugangan verður haldin í fimmta sinn þann 25. júlí næstkomandi klukkan 14:00.
Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem að samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur með þolendum – gegn gerendum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Það er ekki til nein afsökun.

Gangan verður farin frá Akureyrarkirkju klukkan 14:00, niður Gilið og mun enda á Ráðhústorgi þar sem stuttar ræður verða haldnar og vonandi sungið.

Allir eru velkomnir í Druslugönguna, kröfuspjöld eru valfrjáls. Hver og einn þátttakandi ræður hvernig klæðnaði er háttað en þó er tilvalið að senda skilaboð með svipuðum hætti og gert hefur verið í fyrri göngum.

11752009_10153358735643280_5853680272423882494_n