Drusluganga á Akureyri
Druslugangan verður haldin í fjórða sinn á Akureyri laugardaginn 26. júlí kl. 14, og er hún orðin árlegur viðburður þar sem samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur með þolendum gegn gerendum. Gangan hefst við Akureyrarkirkju og verður gengið niður Listagilið og inn á Ráðhússtorg.
Gangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og hafna þeirri gamaldags og röngu hugsun að einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem réttlætingu á kynferðisglæp. Það er ekki til nein réttlæting.