Drög komin að Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana  1.-5. júlí í sumar. Drög að dagskrá hafa verið  birt á heimasíðu Þjóðlagaseturs. Tónleikar fara fram í Siglufjarðarkirkju, Bátahúsinu, Allanum, Rauðku og víðar.

Miðvikudagur 1. júlí 2015

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Hin gömlu kynni gleymast ei
Heddý og félagar syngja og leika íslenskar dægurperlur frá 20. öld
 
Bátahúsið kl. 21.30
Ólafur helgi
Helgisöngvar og norsk þjóðlög sem tengjast Ólafi helga konungi
Elisabeth Holmertz, söngur
Poul Höxbro flauta og trommur
Elisabeth Vatn orgel, sekkjapípur
Anders Röine harðangursfiðla og langeleik
 
Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 23.00
Sagnir og söngvar frá Wales
Nathan Trevett gítar og söngur
 
Fimmtudagur 2. júlí 2015
 
Allinn kl. 17.15
Komdu nú að kveðast á
Barnatónleikar
Rósa Jóhannsdóttir og Helgi Zimsen kveða ásamt börnum sínum
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Nýjabrum og fornir raftar
Hafdís Vigfúsdóttir flauta
Kristján Karl Bragason píanó
 
Bátahúsið kl. 21.30
Íslensk þjóðlög
Spilmenn Ríkínís
 
Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 23.00
Hjarðmeyjar og hefðarkonur
Norrænir söngar og dansar frá 18. öld
Öyonn Groven söngur, langspil og seljaflauta
Poul Höxbro seljaflauta, hrútshorn, sláttutromma, smelliprik og djúpflauta
 
Föstudagur 3. júlí 2015
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Fagurt galaði fuglinn sá
Hallveig Rúnarsdóttir sópran
Jónas Ingimundarson píanó
 
Bátahúsið kl. 21.30
Skosk þjóðlagatónlist
Jamie Laval fiðla
 
Allinn kl. 23.00
Í fótspor Moniku Zetterlund
Þekktustu lög söngkonunnar sænsku
Gleðisveit Guðlaugar
 
Laugardagur 4. júlí 2015
 
Rauðka kl. 14.00
Finnskt klezmer
Antti Leinonen harmónika
Aleksi Santavuori víóla
Sampo Lassila kontrabassi
 
Rauðka kl. 15.30 
Eistneskt neistaflug
Silver Sepp leikur á heimasmíðuð hljóðfæri
Kristiina Ehin kveður
 
Siglufjarðarkirkja kl. 17.00 
Hundurinn og svanurinn
Hundur í óskilum og Lúðrasveitin Svanur

Stjórnandi: Brjánn Ingason

 
Sunnudagur 5. júlí 2015
 
Siglufjarðarkirkja kl. 14.00
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Einleikari: Sólrún Gunnarsdóttir fiðla
Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
M.a. frumfluttur fiðlukonsert eftir Hildigunni Rúnarsdóttur