Drekinn hennar Aðalheiðar Eysteins

Listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir á Siglufirði hefur smíðað stóran dreka úr timbri sem verður fluttur í Drekavog í hverfi 104 í Reykjavík. Verkið er byggt fyrir Reykjavíkurborg og verður sett á leiksvæðið í Drekavogi í Reykjavík, þar sem allir geta klifrað á honum.

Í viðtali við Rúv í sumar sagði Aðalheiður þetta: „Við erum að gera þennan dreka svona passlega ógnvænlegan, en þannig að fólk á öllum aldri geti hugsanlega klifrað aðeins á honum og svona, náð tökum á hornunum á drekanum,“

14938529456_6fb5b0e7c9_k