Draumur um þig – Nýtt lag frá Landabandinu

Landabandið frá Siglufirði hefur gefið út splúnkunýtt lag sem heitir Draumur um þig. Textahöfundur er Daníel Pétur Daníelsson, en lagið sjálft er eftir Daníel Pétur Daníelsson, Sturlaugur Kristjánsson og Guðmann Sveinsson. Þetta er fínasti sumarsmellur og er hægt að hlusta á lagið hér á vefnum.

Í hljómsveitinni Landabandinu eru:
Guðmann Sveinsson – gítar
Rodrigo Lopes – trommur
Sturlaugur Kristjánsson – bassi
Daníel Pétur Daníelsson – söngur