Draumasveitafélagið Fjallabyggð í 6. sæti

Tímaritið Vísbending gerir árlega úttekt á sveitarfélögum og útnefnir „Draumasveitarfélag“ ársins. Nú er miðað er við ársreikninga síðasta árs það er fyrir árið 2014. Litið er til ýmissa þátta t.d. fjárhags, skuldastöðu, íbúaþróunar og álagningu skatta á íbúa. Fjallabyggð er þetta árið í 6.sæti og lækkar um eitt sæti en heildareinkun hækkar úr 6.9 í 7.1. Nágrannarnir í Dalvíkurbyggð eru í 11. sæti og Akureyrarbær í 13. sæti. Þá er Skagafjörður í 29. sæti.

Í töflunni hér að neðan má einnig sjá þróun einkunnar síðastliðin 3 ár og hvernig ábyrg fjármálastjórn síðustu ár hefur skilað Fjallabyggð í fremstu röð sveitarfélaga samkvæmt viðmiðum Vísbendingar.

12188065_434958363378719_8492579639267407044_o